Erlent

Mario Draghi segir af sér

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá vinstri, Mario Draghi forsætisráðherra og Sergio Mattarella forseti Ítalíu.
Frá vinstri, Mario Draghi forsætisráðherra og Sergio Mattarella forseti Ítalíu. EPA-EFE/ETTORE FERRARI

Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi hefur endanlega staðfest afsögn sína í kjölfar þess að þrír lykilflokkar í stjórnarsamstarfinu sneru við honum baki.

Draghi segir af sér embætti í kjölfar þess að tilraun hans til þess að halda saman breiðfylkingu á ítalska þinginu misheppnaðist. Nánar tiltekið neituðu þrír lykilflokkar að styðja Draghi með traustsyfirlýsingu sem hefði greitt veginn fyrir nýjum kosningum í september.

Fyrrverandi forstjóri Seðlabanka Evrópu hafði áður gert tilraun til þess að halda lífi í ríkisstjórn Draghis með því skilyrði að ríkisstjórnin treysti böndin til að vinna að ýmsum þörfum umbótum í landinu. Það gekk ekki og nú hefur Draghi formlega skilað afsagnarbréfi til forsetans Sergio Mattarella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×