Fótbolti

Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo

Hjörvar Ólafsson skrifar
Antoine Griezmann gæti verið á leið frá Atlético Madrid.
Antoine Griezmann gæti verið á leið frá Atlético Madrid. Vísir/Getty

Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni.

Spænska félagið ætlar samkvæmt frétt Times að fylla skarð Griezmann með Cristiano Ronaldo sem virðist vera á förum frá Manchester United. 

Atlético Madrid þarf að minnka launakostnað svo mögulegt sé að semja við Ronaldo. Griezmann er á öðru ári á tveggja ára lánssamningi hjá Madrídarfélaginu frá Barcelona en ákvæði er í þeim samningi að félög geti keypt þennan 31 ára gamla framherja á 46 milljónir evra.  

Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er að endurnýja framlínu sína en Luis Suárez rann út á samningi hjá félaginu í sumar og var samningur við hann ekki endurnýjaður. 

Ronaldo þarf að vinna stuðningsmenn Atlético Madrid á sitt handi verði hann leikmaður liðsins en portúgalski landsliðsframherjinn. 

Ronaldo hefur eldað grátt silfur við þá bæði sem leikmaður Real Madrid og eftir leik Juventus og Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu árið 2019.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×