Rússneska sendiráðið í Bretlandi tísti í gær að réttast væri að hengja hermenn úr herdeildinni sem varði Azovstal-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar segja herdeildina vera skipaða nýnasistum. The Guardian greinir frá.
„Taka á hermenn úr Azov-herdeildinni af lífi. Það er ekki nóg að láta skjóta þá til dauða heldur á að hengja þá af því þeir eru ekki alvöru hermenn. Það á að niðurlægja þá,“ sagði sendiráðið í tísti.
Stjórnendur samfélagsmiðilsins ákváðu að eyða ekki tístinu en fyrirvari er settur á skilaboðin um að innihaldið feli í sér hatursfull skilaboð.
#Azov militants deserve execution, but death not by firing squad but by hanging, because they re not real soldiers. They deserve a humiliating death.
— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) July 29, 2022
A married couple from #Mariupol tell how they were shelled by forces from #Azovstal. #StopNaziUkraine https://t.co/jyQGEOJFYz
Andryi Yermak skrifstofustjóri Úkraínuforseta svaraði ummælunum á samskiptamiðlinum Telegram.
„Rússland er hryðjuverkaríki. Það eru aðeins villimenn og hryðjuverkamenn sem segja að einhver eigi þetta skilið á tuttugustu og fyrstu öldinni. Rússar styðja hryðjuverkastarfsemi, það er alveg augljóst,“ sagði Yermak.