Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. ágúst 2022 21:30 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira