Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2022 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira