Kornmagnið í skipunum þremur er sagt nema 58 þúsund tonnum.
Og meira af afleiðingum innrásar Rússa í Úkraínu en miklar raðir mynduðust við nokkrar verslanir H&M í Rússlandi í þessari viku, þegar fatarisinn opnaði þær aftur tímabundið til að losa sig við vörur á lager.
Forsvarsmenn H&M ákváðu að hætta starfsemi í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar og lokuðu öllum verslunum sínum, sem voru um 170 talsins.
Meðal annarra fataframleiðenda sem hafa ákveðið að loka dyrum sínum í Rússlandi má nefna Zöru og Nike, en stórfyritæki á borð við McDonalds og Ikea hafa einnig hætt þar starfsemi.
Ikea fór þá leið að selja lager sinn á netinu en talsmenn H&M segja að efnt verði til lagerhreinsunar í flestum verslunum fyrirtæksins á einhverjum tímapunkti í ágúst og september.
Starfsmenn H&M í Rússlandi töldu um 6 þúsund þegar mest var.