Lífið samstarf

Skítugasta hlaup ársins á laugardaginn

UMFÍ
Skráning í Drulluhlaup Krónunnar er í fullum gangi
Skráning í Drulluhlaup Krónunnar er í fullum gangi

„Við hjá Krónunni höfum ávallt hvatt okkar starfsfólk og viðskiptavini til að huga að heilsusamlegu líferni og ekki síst að hafa gaman og því lá þátttaka okkar í Drulluhlaupinu í augum uppi. Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni en Drulluhlaup Krónunnar fer fram í Mosfellsbæ á laugardaginn.

Skráning er í fullum gangi og búist við drullugóðri stemningu en hlaupararnir þurfa meðal annars að hlaupa gegnum leðjupytti og sveifla sér yfir drullupolla. Drullu- og hindrunarhlaupið er hluti af íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK í samstarfi við Krónuna en Krónan leggur mikið upp úr lýðheilsu og styrkir m.a. ár hvert verkefni sem tengjast íþróttum, hreyfingu og lýðheilsu barna. Hlaupið er sniðið fyrir alla fjölskylduna en miðað er við að börn frá átta ára aldri komist í gegnum brautina með stuðningi foreldra eða forráðamanna.

Fjölskylduskemmtun

Það skiptir ekki aðalmáli að koma fyrst í mark heldur er markmiðið að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni og skemmta sér. Hlaupið snýst um hreyfingu, gleði og samvinnu. Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK lofar frábærri fjölskylduskemmtun.

„Við erum hrikalega spennt að halda drullugasta hlaup landsins í fyrsta sinn og er markmiðið einfaldlega að hafa gaman og stunda skemmtilega hreyfingu. Við miðum við að krakkar, átta ára og eldri, komist auðveldlega í gegnum brautina með aðstoð foreldra eða forráðamanna og síðan hafa allir þátttakendur kost á að skola af sér í Varmárlaug að hlaupi loknu. Eva Ruza og Siggi Gunnars halda fjörinu gangandi á meðan viðburðinum stendur. Það verður mikið fjör fyrir alla fjölskylduna í Mosfellsbæ á laugardag,“ segir Valdimar.

Rás og endamark Drulluhlaupsins er staðsett við íþróttahúsið við Varmá í Mosfellsbæ. Þrjátíu manna hópar verða ræstir út með 5 mínútna millibili frá klukkan 11 til 14. Hlaupaleiðin liggur um 3,5 km langan hring sem varðaður er tuttugu og einni stórskemmtilegri hindrun. Fjölskyldur hlaupa saman og hjálpast að í gegnum þrautirnar.

Skráðu þig hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.