Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:03 Faraldur apabólu hefur gengið yfir heiminn að undanförnu. Getty/Jakub Porzycki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29