Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:03 Faraldur apabólu hefur gengið yfir heiminn að undanförnu. Getty/Jakub Porzycki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29