Svava og Berglind byrjuðu báðar á varamannabekk Brann í dag, en Svava kom inn á sem varamaður þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Berglind Björg sat allan tíman á varamannabekknum.
Eina mark leiksins skoraði Maria Brochmann strax á fjórðu mínútu leiksins og niðurstaðan því 1-0 sigur Brann.
Brann er því komið í úrslitaleik um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir serbneska liðinu Spartak Subotica á sunnudaginn.