Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 13:30 Æskuvinirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru liðsfélagar hjá FC Kaupmannahöfn. Lars Ronbog/Getty Images Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira