Ósáttur að rannsóknin heyri undir annað embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 21:43 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag. Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag.
Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Sjá meira
Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25
„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49