Ólíklegt að leikið verði á Englandi um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 20:31 Enski boltinn verður að öllum líkindum settur á ís um helgina. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar í dag þykir afar ólíklegt að leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og neðri deildum landsins, muni fara fram. Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022 Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022
Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira