Óvænt stödd í miðri þjóðarsorg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2022 13:09 Nanna segir gríðarlega mannmergð við höllina. Vísir „Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali. Nanna er stödd í Lundúnum vegna vinnu en hún starfar sem viðskiptastjóri á hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins. Hún var stödd á ráðstefnu á vegum samtakanna og íslenska sendiráðsins í Lundúnum þegar fréttir bárust af andláti drottningarinnar í gær. „Á miðjum viðburðinum var allt stoppað og tilkynng að hún hefði fallið frá. Starfsmenn sendiráðsins vottuðu Bretunum innilega samúð þannig að þetta setti mark sitt á viðburðinn,“ segir Nanna. Táknrænt að rignt hafi í Bretlandi í dag Hún segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn fyrir utan höllina til að geta vottað virðingu sína. Lögreglumenn standi þar vörð til að allt gangi vel og sólin skíni nú skært, eftir miklar rigningar í allan dag. Nanna segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn við höllina.Getty/Chris Jackson „Ég var að hlusta á útvarpið í morgun og þau tala ekki um neitt annað en drottninguna og lesa bréf frá fólki út um allan heim um drottninguna. Þau töluðu einmitt um það í útvarpinu í morgun hvað það væri táknrænt að það hafi rignt í allan dag.“ Sorgin sé áþreifanleg en það komi henni á óvart hversu rólegt fólk sé. „Það eru allir mjög rólegir og engir að gráta eða neitt. Ég bjóst við að fólk væri að syrgja meira. En það eru allir mjög sorgmæddir. Þetta eru lokin á ákveðnu tímabili. Það er ótrúlega skrítið að vera hérna akkúrat þegar hún deyr,“ segir Nanna. „Manni finnst smá eins og maður eigi ekki að vera hérna, þetta er ekki manns sorg.“ Mikil hræðsla um aukinn óstöðugleika Hún segist hafa rætt við breska vinkonu sína um andlát drottningarinnar. Vinkonan hafi verið í meira sjokki en hún hafi búist við en hún sé alls enginn „royalisti.“ „En það sem er svo erfitt fyrir bresku þjóðina er að hún hefur verið stöðugleiki í 70 ár og frá Brexit hefur verið svo mikill óstöðugleiki og sérstaklega síðustu vikur og mánuði. Fyrir henni er þetta enn eitt merkið um óstöðugleika í Bretlandi,“ segir Nanna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að Buckingham í dag og í gær til að votta drottningunni virðingu.Carl Court „Hún er af indverskum uppruna og hún fann rosalega fyrir því í Brexit hvað rasismi jókst mikið. Hún er að upplifa ótta, að búa í landi þar sem allt er að fara til fjandans. Andlát Elísabetar vekur upp svipaðar tilfinningar,“ segir Nanna. Það eigi sérstaklega við þar sem mikil óviss sé um hvernig leiðtogi Karl verður. „Mitt persónulega mat er að hún hafi aldrei sýnt að hún treysti Karli sérstaklega og ég held að það sé óöryggi hjá bresku þjóðinni vegna þess. Spurningin er hvort það verði miklar breytingar eða hvort hann feti í fótspor mömmu sinnar.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. 9. september 2022 12:30 Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. 9. september 2022 12:01 Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. 9. september 2022 11:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Nanna er stödd í Lundúnum vegna vinnu en hún starfar sem viðskiptastjóri á hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins. Hún var stödd á ráðstefnu á vegum samtakanna og íslenska sendiráðsins í Lundúnum þegar fréttir bárust af andláti drottningarinnar í gær. „Á miðjum viðburðinum var allt stoppað og tilkynng að hún hefði fallið frá. Starfsmenn sendiráðsins vottuðu Bretunum innilega samúð þannig að þetta setti mark sitt á viðburðinn,“ segir Nanna. Táknrænt að rignt hafi í Bretlandi í dag Hún segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn fyrir utan höllina til að geta vottað virðingu sína. Lögreglumenn standi þar vörð til að allt gangi vel og sólin skíni nú skært, eftir miklar rigningar í allan dag. Nanna segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn við höllina.Getty/Chris Jackson „Ég var að hlusta á útvarpið í morgun og þau tala ekki um neitt annað en drottninguna og lesa bréf frá fólki út um allan heim um drottninguna. Þau töluðu einmitt um það í útvarpinu í morgun hvað það væri táknrænt að það hafi rignt í allan dag.“ Sorgin sé áþreifanleg en það komi henni á óvart hversu rólegt fólk sé. „Það eru allir mjög rólegir og engir að gráta eða neitt. Ég bjóst við að fólk væri að syrgja meira. En það eru allir mjög sorgmæddir. Þetta eru lokin á ákveðnu tímabili. Það er ótrúlega skrítið að vera hérna akkúrat þegar hún deyr,“ segir Nanna. „Manni finnst smá eins og maður eigi ekki að vera hérna, þetta er ekki manns sorg.“ Mikil hræðsla um aukinn óstöðugleika Hún segist hafa rætt við breska vinkonu sína um andlát drottningarinnar. Vinkonan hafi verið í meira sjokki en hún hafi búist við en hún sé alls enginn „royalisti.“ „En það sem er svo erfitt fyrir bresku þjóðina er að hún hefur verið stöðugleiki í 70 ár og frá Brexit hefur verið svo mikill óstöðugleiki og sérstaklega síðustu vikur og mánuði. Fyrir henni er þetta enn eitt merkið um óstöðugleika í Bretlandi,“ segir Nanna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að Buckingham í dag og í gær til að votta drottningunni virðingu.Carl Court „Hún er af indverskum uppruna og hún fann rosalega fyrir því í Brexit hvað rasismi jókst mikið. Hún er að upplifa ótta, að búa í landi þar sem allt er að fara til fjandans. Andlát Elísabetar vekur upp svipaðar tilfinningar,“ segir Nanna. Það eigi sérstaklega við þar sem mikil óviss sé um hvernig leiðtogi Karl verður. „Mitt persónulega mat er að hún hafi aldrei sýnt að hún treysti Karli sérstaklega og ég held að það sé óöryggi hjá bresku þjóðinni vegna þess. Spurningin er hvort það verði miklar breytingar eða hvort hann feti í fótspor mömmu sinnar.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. 9. september 2022 12:30 Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. 9. september 2022 12:01 Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. 9. september 2022 11:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. 9. september 2022 12:30
Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. 9. september 2022 12:01
Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. 9. september 2022 11:00