„Alls ekki verið nóg gert“ Snorri Másson skrifar 10. september 2022 21:28 Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“ Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira