Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. september 2022 20:00 Áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. vísir Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum. Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum.
Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira