Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2022 09:00 Búast má við töluverðum breytingum á spænska liðinu sem keppti á EM í sumar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið. Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið.
Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira