Enski boltinn

„Var rekinn því ég er 65 ára hvítur karlmaður“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Má ekkert lengur?“ Mark Lawrenson bar sig aumlega í viðtali við The Sunday Times.
„Má ekkert lengur?“ Mark Lawrenson bar sig aumlega í viðtali við The Sunday Times. getty/Serena Taylor

Mark Lawrenson, fyrrverandi leikmaður Liverpool, ber sig aumlega í viðtali við The Sunday Times og segist hafa verið rekinn frá BBC fyrir að vera 65 ára hvítur karlmaður eins og hann orðar það.

Lawrenson hafði starfað hjá BBC í þrjátíu ár þegar honum var sagt upp. Hann segist vera fórnarlamb aldursfordóma.

„Ég var rekinn því ég er 65 ára hvítur karlmaður,“ sagði Lawrenson sem er líka ósáttur með hvernig BBC lét hann vita að krafta hans væri ekki lengur óskað. „Ég vildi að þeir hefðu sagt við mig í byrjun síðasta samningsins sem ég skrifaði undir í fyrra að ég hefði gert vel, takk fyrir allt en þú verður ekki með okkur á næsta tímabili.“

Lawrenson kvartar einnig sáran yfir því að BBC sé orðið of heilagt og sérfræðingar geti ekki lengur sagt nákvæmlega það sem þeim finnst.

„BBC er ríkisstofnun og ég skil það en þeir eru skíthræddir um að móðga einhvern eða einhverja,“ sagði Lawrenson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×