„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 21:41 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Íslands í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15