Bölsótaðist út í Vesturlönd Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 14:22 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, með leppstjórum sínum úr fjórum héruðum Úkraínu eftir að þeir skrifuðu undir innlimunina. AP/Mikhail Metzel Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. Íbúar þessara fjögurra héraða muni nú í búa í „sögulegu föðurlandi þeirra“. „Ég vil að ríkisstjórnin í Kænugarði og raunverulegir yfirmenn þeirra í vestrinu heyri í mér. Íbúar Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson eru að verða borgarar okkar, að eilífu,“ sagði Pútín. Forsetinn hvatti því næst Úkraínumenn til að hætta átökum sínum við Rússa og semja um frið. Hann ítrekaði þó að ekki væri hægt að semja um héruðin fjögur, því búið væri að ákveða framtíð þeirra. Þá sakaði Pútín Úkraínumenn um að hafa byrjað stríðið árið 2014, sem er fjarri því að vera satt því það voru Rússar sem gerðu innrás í Úkraínu það ár, innlimuðu Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins gegn Úkraínumönnum. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Ráðamenn í Úkraínu hafa gefið út að þeir muni ekki láta af árásum sínum gegn hersveitum Rússa í Úkraínu og muni frelsa öll héruð landsins. Bakhjarlar Úkraínu hafa einnig sagt að þeir muni ekki láta af stuðningi sínum við ríkið. Þá er vert að benda á að Rússar stjórna ekki neinu af héruðunum fjórum að fullu og Úkraínumenn hafa sótt fram gegn Rússum í flestum þeirra á undanförnum vikum. Á meðan Pútín hélt ræðu sína berast fregnir af því að stór hópur umkringdra rússneskra hermanna í Lyman í Donetsk-héraði ætli sér að reyna að brjóta sér leið í gegnum umsátur Úkraínumanna og hörfa. Talaði meira um Vesturlönd en Úkraínu Pútín fór um víðan völl í 37 mínútna langri ræðu sinni og fór nokkuð frjálslega með söguna og hugtök eins og heimsvaldastefnu. Eitt skein þó í gegn í ræðu hans og það var að hún beindist að miklu leyti gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra og alþjóðakerfi sem byggist á lögum og rétti. Með því er Pútín vilja stilla upp erfiðleikum Rússa í Úkraínu sem hluta af heildarbaráttu Rússa gegn spilltu alþjóðakerfi. Forsetinn sakaði „engil-saxa“ um að bera ábyrgð á skemmdunum á Nord Stream gasleiðslunum og fór hann sömuleiðis ófögrum orðum um Atlantshafsbandalagið (NATO) og önnur hernaðarbandalög Bandaríkjanna. Pútín sagðist vilja að Rússland leiddi einhverskonar andheimsvaldastefnu-hreyfingu til að frelsa heiminn undan oki „vestrænna rasista“. Hann ætlaði sér að skapa sanngjarnari alþjóðakerfi og sporna gegn alræði Vesturlanda. Ýjaði að notkun kjarnorkuvopna Þá sagði hann að Bandaríkin væru eina ríki heimsins sem hefði beitt kjarnorkuvopnum og bætti við að það hefði skapað fordæmi. Í ræðunni hét hann því einnig að nota allar leiðir til að verja hin nýju héruð Rússlands og var það enn ein vísun hans og annarra ráðamanna í Rússlandi um notkun kjarnorkuvopna. Pútín sagði Vesturlönd ekki eiga rétt á því að gagnrýna landvinninga Rússlands í Úkraínu, vegna heimsvaldastefnu Vesturlanda og hélt því fram að þar hefði lítið breyst. Sagðist hann vera að berjast gegn heimsvaldastefnu með því innlima hluta annars ríkis. Blaðamaður Financial Times í Rússlandi segist aldrei hafa séð aðra eins ræðu frá Pútín og að hann hafi aldrei verið jafn harðorður í garð Vesturlanda. I've watched a lot of Putin speeches over the last 10-15 years and this is the most anti-US one by a really long way. If I were a western policymaker wondering if he'd really use nuclear weapons and he hasn't even got to them yet I'd be very concerned. pic.twitter.com/3lXMRH4YkI— max seddon (@maxseddon) September 30, 2022 Sakaði Vesturlönd um satanisma og kvartaði yfir trans-fólki Í langri ræðu sinni sakaði Pútín vesturlönd á einum tímapunkti um „satanisma“, kvartaði yfir trans-fólki á öðrum þar sem hann kvartaði einnig yfir fornöfnum og sagði rússnesk börn ekki eiga að kalla foreldra sína foreldri eitt og foreldri tvö í stað móður og föðurs. Þá ræddi hann mikilvægi kristinna gilda. Hann sagði Vesturlönd óttast gildi Rússlands svo mikið að þau reyndu að ráða heimspekinga Rússlands af dögum. Það gæti verið tilvísun í sprengjuárás nærri Moskvu í sumar þar sem dóttir heimspekingsins Alexanders Dugin dó. Sjá einnig: Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Þá kvartaði Pútín yfir því að Sovétríkin hefðu liðast í sundur á sínum tíma og sagði að það hefði valdið Rússlandi gífurlegum skaða. Pútín fjallaði einnig um orkumál í ræðu sinni og sagði meðal annars að ekki væri hægt að fæða fólk með bréf-dölum og evrum. Það væri ekki hægt að hita heimili með lygum sem fólk dreifði á samfélagsmiðlum. Það þyrfti orkugjafa. Í frétt New York Times segir að ræðu Pútíns hafi verið beint að þremur markhópum. Hann hafi viljað réttlæta þá erfiðu tíma sem almenningur í Rússlandi stendur frammi fyrir. Hann hafi viljað koma því til skila til ráðamanna í Vesturlöndum að hann myndi ekki gefa eftir og að hann hafi viljað koma því enn og aftur á framfæri að hann gæti beitt kjarnorkuvopnum. Pútín sem fór ítrekað með rangfærslur og ósannindi í ræðu sinni endaði hana svona: „Sannleikurinn er með okkur. Rússland er með okkur!“ Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Íbúar þessara fjögurra héraða muni nú í búa í „sögulegu föðurlandi þeirra“. „Ég vil að ríkisstjórnin í Kænugarði og raunverulegir yfirmenn þeirra í vestrinu heyri í mér. Íbúar Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson eru að verða borgarar okkar, að eilífu,“ sagði Pútín. Forsetinn hvatti því næst Úkraínumenn til að hætta átökum sínum við Rússa og semja um frið. Hann ítrekaði þó að ekki væri hægt að semja um héruðin fjögur, því búið væri að ákveða framtíð þeirra. Þá sakaði Pútín Úkraínumenn um að hafa byrjað stríðið árið 2014, sem er fjarri því að vera satt því það voru Rússar sem gerðu innrás í Úkraínu það ár, innlimuðu Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins gegn Úkraínumönnum. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Ráðamenn í Úkraínu hafa gefið út að þeir muni ekki láta af árásum sínum gegn hersveitum Rússa í Úkraínu og muni frelsa öll héruð landsins. Bakhjarlar Úkraínu hafa einnig sagt að þeir muni ekki láta af stuðningi sínum við ríkið. Þá er vert að benda á að Rússar stjórna ekki neinu af héruðunum fjórum að fullu og Úkraínumenn hafa sótt fram gegn Rússum í flestum þeirra á undanförnum vikum. Á meðan Pútín hélt ræðu sína berast fregnir af því að stór hópur umkringdra rússneskra hermanna í Lyman í Donetsk-héraði ætli sér að reyna að brjóta sér leið í gegnum umsátur Úkraínumanna og hörfa. Talaði meira um Vesturlönd en Úkraínu Pútín fór um víðan völl í 37 mínútna langri ræðu sinni og fór nokkuð frjálslega með söguna og hugtök eins og heimsvaldastefnu. Eitt skein þó í gegn í ræðu hans og það var að hún beindist að miklu leyti gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra og alþjóðakerfi sem byggist á lögum og rétti. Með því er Pútín vilja stilla upp erfiðleikum Rússa í Úkraínu sem hluta af heildarbaráttu Rússa gegn spilltu alþjóðakerfi. Forsetinn sakaði „engil-saxa“ um að bera ábyrgð á skemmdunum á Nord Stream gasleiðslunum og fór hann sömuleiðis ófögrum orðum um Atlantshafsbandalagið (NATO) og önnur hernaðarbandalög Bandaríkjanna. Pútín sagðist vilja að Rússland leiddi einhverskonar andheimsvaldastefnu-hreyfingu til að frelsa heiminn undan oki „vestrænna rasista“. Hann ætlaði sér að skapa sanngjarnari alþjóðakerfi og sporna gegn alræði Vesturlanda. Ýjaði að notkun kjarnorkuvopna Þá sagði hann að Bandaríkin væru eina ríki heimsins sem hefði beitt kjarnorkuvopnum og bætti við að það hefði skapað fordæmi. Í ræðunni hét hann því einnig að nota allar leiðir til að verja hin nýju héruð Rússlands og var það enn ein vísun hans og annarra ráðamanna í Rússlandi um notkun kjarnorkuvopna. Pútín sagði Vesturlönd ekki eiga rétt á því að gagnrýna landvinninga Rússlands í Úkraínu, vegna heimsvaldastefnu Vesturlanda og hélt því fram að þar hefði lítið breyst. Sagðist hann vera að berjast gegn heimsvaldastefnu með því innlima hluta annars ríkis. Blaðamaður Financial Times í Rússlandi segist aldrei hafa séð aðra eins ræðu frá Pútín og að hann hafi aldrei verið jafn harðorður í garð Vesturlanda. I've watched a lot of Putin speeches over the last 10-15 years and this is the most anti-US one by a really long way. If I were a western policymaker wondering if he'd really use nuclear weapons and he hasn't even got to them yet I'd be very concerned. pic.twitter.com/3lXMRH4YkI— max seddon (@maxseddon) September 30, 2022 Sakaði Vesturlönd um satanisma og kvartaði yfir trans-fólki Í langri ræðu sinni sakaði Pútín vesturlönd á einum tímapunkti um „satanisma“, kvartaði yfir trans-fólki á öðrum þar sem hann kvartaði einnig yfir fornöfnum og sagði rússnesk börn ekki eiga að kalla foreldra sína foreldri eitt og foreldri tvö í stað móður og föðurs. Þá ræddi hann mikilvægi kristinna gilda. Hann sagði Vesturlönd óttast gildi Rússlands svo mikið að þau reyndu að ráða heimspekinga Rússlands af dögum. Það gæti verið tilvísun í sprengjuárás nærri Moskvu í sumar þar sem dóttir heimspekingsins Alexanders Dugin dó. Sjá einnig: Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Þá kvartaði Pútín yfir því að Sovétríkin hefðu liðast í sundur á sínum tíma og sagði að það hefði valdið Rússlandi gífurlegum skaða. Pútín fjallaði einnig um orkumál í ræðu sinni og sagði meðal annars að ekki væri hægt að fæða fólk með bréf-dölum og evrum. Það væri ekki hægt að hita heimili með lygum sem fólk dreifði á samfélagsmiðlum. Það þyrfti orkugjafa. Í frétt New York Times segir að ræðu Pútíns hafi verið beint að þremur markhópum. Hann hafi viljað réttlæta þá erfiðu tíma sem almenningur í Rússlandi stendur frammi fyrir. Hann hafi viljað koma því til skila til ráðamanna í Vesturlöndum að hann myndi ekki gefa eftir og að hann hafi viljað koma því enn og aftur á framfæri að hann gæti beitt kjarnorkuvopnum. Pútín sem fór ítrekað með rangfærslur og ósannindi í ræðu sinni endaði hana svona: „Sannleikurinn er með okkur. Rússland er með okkur!“
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00