Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan.
Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan hlutu á síðasta ári Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis).
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022
- Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
- Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar