Sá ákærði er sagður hafa haft .22 kalíbera riffil á svölum íbúðar sinnar og skotið tveimur skotum á bíl skammt frá. Umsátur lögreglu vegna árásarinnar var fjölmennt og stóð lengi.
Maður sem sat með syni sínum í öðrum bílnum sem skotið var á sagði að hann teldi ljóst að byssumaðurinn hefði ætlað sér að drepa þá feðga.
Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að málið hefði þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en að þinghaldið hafi verið lokað. Saksóknari fari fram á að manninum verði gerð refsing en að öðrum kosti að honum verði gert að sæta öryggisvistun.