Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 23:46 Chen Xu, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Hann varaði aðildarríki mannréttindaráðsins við því að greiða atkvæði með tillögunni. Vísir/EPA Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi. Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu. Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu.
Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51