Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2022 14:46 Guðmundur Árni leiddi Samfylkinguna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns. Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns.
Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira