Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 08:14 Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, á fréttamannafundinum í morgun. AP Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36