Áskorun um auknar selaveiðar og bann við innflutningi áfengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2022 22:31 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rýndi í gömul þingmál ásamt fréttamanni. Vísir Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um bann við innflutningi áfengis og bændur í Breiðafirði vilja fá að skjóta fleiri seli. Þetta eru dæmi um þau mál sem Alþingi varð að taka fyrir í lok 19. aldar. Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á. Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira
Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á.
Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira