Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 58-71 | Haukar fóru illa með Fjölni Andri Már Eggertsson skrifar 19. október 2022 22:00 Keira Robinson í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Haukar fóru illa með Fjölni og unnu þrettán stiga sigur. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi en eftir að gestirnir komust tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta litu Haukar aldrei um öxl og rúlluðu yfir Fjölni 58-71. Keira Robinson spilaði fanta vörn í kvöldVísir/Vilhelm Það var jafnræði með liðunum til að byrja með þar sem liðin skiptust á körfum. Haukar byrjuðu að spila fasta vörn og voru gestirnir komnar með fimm villur á fyrstu fimm mínútunum og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ekki sammála þeirri línu hjá þriðja liðinu. Dagný Lísa og Sólrún Inga í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Fjölnir tapaði ellefu boltum í fyrsta leikhluta og voru heimakonur í vandræðum með varnarleik Hauka sem endaði með að Haukar fengu nokkrar auðveldar körfur en voru þó aðeins einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti og eftir fimm mínútur komust gestirnir tíu stigum yfir 21-31 og Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, tók leikhlé til að reyna að laga hlutina. Haukar gáfu ekkert eftir og héldu áfram að setja stig á töfluna. Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir gerði 2 stig í kvöldVísir/Vilhelm Haukar spiluðu afar öflugan sóknarleik í öðrum leikhluta sem skilaði 27 stigum. Í mörgum sóknum var hægt að setja stórt spurningarmerki við varnarleik Fjölnis þar sem Haukar fengu auðveld skot nálægt körfunni. Fjölnir tapaði 17 boltum í fyrri hálfleik og var staðan 29-45 í hálfleik. Fjölnir var ekki á því að kasta inn handklæðinu í hálfleik. Heimakonur mættu með óbragð í munni eftir dapran annan leikhluta og kvittuðu fyrir það með því að gera fyrstu níu stigin í seinni hálfleik og að lokum tók Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé. Ingvar Þór, aðstoðarþjálfari Hauka, að ræða málinVísir/Vilhelm Haukar tóku yfir leikinn eftir góðan sprett Fjölnis. Gestirnir gerðu síðustu þrettán stigin í þriðja leikhluta og var maður hreinlega farinn að finna til með Fjölni þar sem boltinn var farinn að skrúfast upp úr körfunni. Staðan fyrir síðasta fjórðung var 43-62. Í fjórða leikhluta endaði Dagný Lísa Davíðsdóttir fimmtán stiga áhlaup Hauka og gerði fyrstu körfu Fjölnis í tæplega sjö mínútur. Fjölnir ógnaði aldrei forskoti Hauka í síðasta fjórðung og niðurstaðan þrettán stiga sigur Hauka 58-71. Það var hart barist í kvöldVísir/Vilhelm Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu frábæran varnarleik í kvöld sem skilaði sér í sigri. Fjölnir gerði 58 stig og varnarleikur Hauka þvingaði Fjölni í 30 tapaða bolta. Eftir jafnan fyrsta leikhluta komust Haukar tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta og lentu aldrei undir eftir það. Hverjar stóðu upp úr? Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti góðan leik í kvöld. Tinna gerði 19 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sólrún Inga Gísladóttir, fyrirliði Hauka, var með skemmtilega tölfræði í leiknum. Sólrún spilaði 27 mínútur og með hana inni á vellinum unnu Haukar þær mínútur með 29 stigum. Hvað gekk illa? Fjölnir gerði sér afar erfitt fyrir með að tapa 30 boltum. Ásamt því þá hefði Fjölnir átt að nýta góða byrjun á seinni hálfleik betur en í staðinn gerðu Haukar 15 stig í röð og þá var leikurinn gott sem búinn. Hvað gerist næst? Fjölnir mætir Val í Origo-höllinni á sunnudaginn klukkan 19:15. Haukar fá Njarðvík í heimsókn á sunnudaginn klukkan 20:15. Kristjana: Töpuðum allt of mörgum boltum Kristjana Eir Jóndsóttir á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tap kvöldsins. „Við töpuðum allt of mörgum boltum þar tapaðist leikurinn. Við vorum óskynsamar, við vorum að þröngva boltanum og það vantaði allt flæði,“ sagði Kristjana eftir leik. Fyrsti leikhluti var jafn en Haukar komust tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta og voru yfir það sem eftir var leiks. „Við misstum takt í smá stund sem má ekki gerast gegn svona sterku liði. Við vildum stoppa hraðaupphlaupin þeirra en í þessum kafla gekk það ekki.“ Kristjana var ánægð með byrjun Fjölnis í seinni hálfleik þar sem heimakonur gerðu fyrstu átta stigin. „Við vorum að spila eins og lið. Við vorum fimm leikmenn sem spiluðu eins og lið ekki einstaklingar. Við spiluðum góða vörn og heillt yfir var vörnin góð í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var allt of stirður,“ sagði Kristjana að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Fjölnir
Haukar fóru illa með Fjölni og unnu þrettán stiga sigur. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi en eftir að gestirnir komust tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta litu Haukar aldrei um öxl og rúlluðu yfir Fjölni 58-71. Keira Robinson spilaði fanta vörn í kvöldVísir/Vilhelm Það var jafnræði með liðunum til að byrja með þar sem liðin skiptust á körfum. Haukar byrjuðu að spila fasta vörn og voru gestirnir komnar með fimm villur á fyrstu fimm mínútunum og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ekki sammála þeirri línu hjá þriðja liðinu. Dagný Lísa og Sólrún Inga í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Fjölnir tapaði ellefu boltum í fyrsta leikhluta og voru heimakonur í vandræðum með varnarleik Hauka sem endaði með að Haukar fengu nokkrar auðveldar körfur en voru þó aðeins einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti og eftir fimm mínútur komust gestirnir tíu stigum yfir 21-31 og Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, tók leikhlé til að reyna að laga hlutina. Haukar gáfu ekkert eftir og héldu áfram að setja stig á töfluna. Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir gerði 2 stig í kvöldVísir/Vilhelm Haukar spiluðu afar öflugan sóknarleik í öðrum leikhluta sem skilaði 27 stigum. Í mörgum sóknum var hægt að setja stórt spurningarmerki við varnarleik Fjölnis þar sem Haukar fengu auðveld skot nálægt körfunni. Fjölnir tapaði 17 boltum í fyrri hálfleik og var staðan 29-45 í hálfleik. Fjölnir var ekki á því að kasta inn handklæðinu í hálfleik. Heimakonur mættu með óbragð í munni eftir dapran annan leikhluta og kvittuðu fyrir það með því að gera fyrstu níu stigin í seinni hálfleik og að lokum tók Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé. Ingvar Þór, aðstoðarþjálfari Hauka, að ræða málinVísir/Vilhelm Haukar tóku yfir leikinn eftir góðan sprett Fjölnis. Gestirnir gerðu síðustu þrettán stigin í þriðja leikhluta og var maður hreinlega farinn að finna til með Fjölni þar sem boltinn var farinn að skrúfast upp úr körfunni. Staðan fyrir síðasta fjórðung var 43-62. Í fjórða leikhluta endaði Dagný Lísa Davíðsdóttir fimmtán stiga áhlaup Hauka og gerði fyrstu körfu Fjölnis í tæplega sjö mínútur. Fjölnir ógnaði aldrei forskoti Hauka í síðasta fjórðung og niðurstaðan þrettán stiga sigur Hauka 58-71. Það var hart barist í kvöldVísir/Vilhelm Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu frábæran varnarleik í kvöld sem skilaði sér í sigri. Fjölnir gerði 58 stig og varnarleikur Hauka þvingaði Fjölni í 30 tapaða bolta. Eftir jafnan fyrsta leikhluta komust Haukar tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta og lentu aldrei undir eftir það. Hverjar stóðu upp úr? Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti góðan leik í kvöld. Tinna gerði 19 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sólrún Inga Gísladóttir, fyrirliði Hauka, var með skemmtilega tölfræði í leiknum. Sólrún spilaði 27 mínútur og með hana inni á vellinum unnu Haukar þær mínútur með 29 stigum. Hvað gekk illa? Fjölnir gerði sér afar erfitt fyrir með að tapa 30 boltum. Ásamt því þá hefði Fjölnir átt að nýta góða byrjun á seinni hálfleik betur en í staðinn gerðu Haukar 15 stig í röð og þá var leikurinn gott sem búinn. Hvað gerist næst? Fjölnir mætir Val í Origo-höllinni á sunnudaginn klukkan 19:15. Haukar fá Njarðvík í heimsókn á sunnudaginn klukkan 20:15. Kristjana: Töpuðum allt of mörgum boltum Kristjana Eir Jóndsóttir á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tap kvöldsins. „Við töpuðum allt of mörgum boltum þar tapaðist leikurinn. Við vorum óskynsamar, við vorum að þröngva boltanum og það vantaði allt flæði,“ sagði Kristjana eftir leik. Fyrsti leikhluti var jafn en Haukar komust tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta og voru yfir það sem eftir var leiks. „Við misstum takt í smá stund sem má ekki gerast gegn svona sterku liði. Við vildum stoppa hraðaupphlaupin þeirra en í þessum kafla gekk það ekki.“ Kristjana var ánægð með byrjun Fjölnis í seinni hálfleik þar sem heimakonur gerðu fyrstu átta stigin. „Við vorum að spila eins og lið. Við vorum fimm leikmenn sem spiluðu eins og lið ekki einstaklingar. Við spiluðum góða vörn og heillt yfir var vörnin góð í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var allt of stirður,“ sagði Kristjana að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum