Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 14:27 Eigendur rafmagnsbíla geta frá og með áramótum átt von á svona sektum greiði þeir ekki fyrir notkun á gjaldskyldum stæðum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. Þetta þýðir að frá og með áramótum verður ekki lengur frítt að leggja bílum sem ganga fyrir rafmagni eða metani gjaldskyld stæði í Reykjavík. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hefur samþykkt tillögu samgöngustjóra og borgarhönnunar þessa efnis. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að reglur um hina svokölluðu visthæfu skífur, sem settar voru í rúður þeirra bíla sem falla undir regluna, falli úr gildi um áramótin. Reglurnar voru fyrst kynntar til leiks árið 2007 og miðuðu þá við bíla sem losuðu minna en 120g/km af CO2. Þær hafa verið uppfærðar á árunum sem hafa liðið frá 2007 og miða nú við bíla sem hafa skráða lengd minni en fimm metra og ganga annað hvort eingöngu fyrir rafmagni eða vetni. Ein af röksemdunum fyrir því að fella niður reglurnar er sú að með mikilli fjölgun rafmagnsbíla eða bíla sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur skífum fjölgað mjög. Skífunum var ætlað að búa til hvata fyrir íbúa borgarinnar að ferðast um á vistvænni ökutækjum. Vegna fjölgunar þessa bíla sé ekki lengur þörf fyrir slíkan hvata auk þess sem að rétt er talið nú að slík ökutæki greiði fyrir afnot af borgarlandi líkt og önnur ökutæki. Reykjavík Skipulag Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Umhverfismál Orkumál Bílastæði Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þetta þýðir að frá og með áramótum verður ekki lengur frítt að leggja bílum sem ganga fyrir rafmagni eða metani gjaldskyld stæði í Reykjavík. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hefur samþykkt tillögu samgöngustjóra og borgarhönnunar þessa efnis. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að reglur um hina svokölluðu visthæfu skífur, sem settar voru í rúður þeirra bíla sem falla undir regluna, falli úr gildi um áramótin. Reglurnar voru fyrst kynntar til leiks árið 2007 og miðuðu þá við bíla sem losuðu minna en 120g/km af CO2. Þær hafa verið uppfærðar á árunum sem hafa liðið frá 2007 og miða nú við bíla sem hafa skráða lengd minni en fimm metra og ganga annað hvort eingöngu fyrir rafmagni eða vetni. Ein af röksemdunum fyrir því að fella niður reglurnar er sú að með mikilli fjölgun rafmagnsbíla eða bíla sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur skífum fjölgað mjög. Skífunum var ætlað að búa til hvata fyrir íbúa borgarinnar að ferðast um á vistvænni ökutækjum. Vegna fjölgunar þessa bíla sé ekki lengur þörf fyrir slíkan hvata auk þess sem að rétt er talið nú að slík ökutæki greiði fyrir afnot af borgarlandi líkt og önnur ökutæki.
Reykjavík Skipulag Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Umhverfismál Orkumál Bílastæði Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira