Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 13:01 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hlutabréf hafi keypt af félögum í eigu Helge Nielsen, Bent Norman Petersen og Louise Schov Petersen í gegnum nýstofnað danskt eignarhaldsfélag sem er að fullu í eigu Brim hf. Kaupverðið þar sé 245 milljónir danskra króna en að auki hafi Brim hf. skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu að fjárhæð 380 milljónir danskra króna. Heildarkaupverðið sem Brim greiðir sé því 625 milljónir danskra króna. „Að öllum fyrirvörum uppfylltum, mun Brim hf. eignast 50% hlutafjár í Polar Seafood Danmark og aðrir eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S. Samningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum fyrir þessum viðskiptum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Ársvelta ársins 2021 var 3.792 mDKK og hagnaður eftir skatta var 229 mDKK. Brim hf. er skráð fyrirtæki á Nasdaq Iceland. Félagið hefur samþætta starfsemi í fiskveiðum, vinnslu og markaðssetningu og sölu erlendis sem stuðlar að hagkvæmari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Við fullnustu samningsins mun Helge Nielsen láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Polar Seafood Denmark A/S og Henrik Leth sem hefur starfað sem stjórnarformaður, mun taka við af honum sem framkvæmdastjóri félagsins (PSD),“ segir í tilkynningunni. Vel þekk og með langa sögu Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brim hf., að Polar Seafood Denmark A/S sé vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. „Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Danmörk Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hlutabréf hafi keypt af félögum í eigu Helge Nielsen, Bent Norman Petersen og Louise Schov Petersen í gegnum nýstofnað danskt eignarhaldsfélag sem er að fullu í eigu Brim hf. Kaupverðið þar sé 245 milljónir danskra króna en að auki hafi Brim hf. skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu að fjárhæð 380 milljónir danskra króna. Heildarkaupverðið sem Brim greiðir sé því 625 milljónir danskra króna. „Að öllum fyrirvörum uppfylltum, mun Brim hf. eignast 50% hlutafjár í Polar Seafood Danmark og aðrir eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S. Samningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum fyrir þessum viðskiptum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Ársvelta ársins 2021 var 3.792 mDKK og hagnaður eftir skatta var 229 mDKK. Brim hf. er skráð fyrirtæki á Nasdaq Iceland. Félagið hefur samþætta starfsemi í fiskveiðum, vinnslu og markaðssetningu og sölu erlendis sem stuðlar að hagkvæmari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Við fullnustu samningsins mun Helge Nielsen láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Polar Seafood Denmark A/S og Henrik Leth sem hefur starfað sem stjórnarformaður, mun taka við af honum sem framkvæmdastjóri félagsins (PSD),“ segir í tilkynningunni. Vel þekk og með langa sögu Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brim hf., að Polar Seafood Denmark A/S sé vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. „Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Danmörk Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira