Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 19:10 Forsetahjónin lögðu kerti við minnisvarða um fórnarlömb árásar sem beint var gegn hinsegin fólki. Facebook/Zuzana Čaputová Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar. Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar.
Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira