Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að athugasemdir Bankasýslunnar við vinnubrögð Ríkisendurskoðunar geti bent til þess að hún þarfnist skoðunar, en þó sé ekki nauðsynlegt að efna til frekari rannsóknar eða úttektar á bankasölunni á þessu stigi. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira