Erlent

Eignaðist tví­bura með þrí­tugum fóstur­vísum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tvíburarnir fæddust þann 31. október síðastliðinn.
Tvíburarnir fæddust þann 31. október síðastliðinn. National Embryo Donation Center

Hjón í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum eignaðust undir lok síðasta mánaðar tvíbura. Þau notuðust við fósturvísa sem höfðu verið frystir í apríl árið 1992. Um er að ræða heimsmet. 

Fósturvísarnir voru gerðir með eggi 34 ára gamallar konu og manns á sextugsaldri árið 1992. Þau ákváðu að láta frysta fósturvísana en árið 2007 gáfu þau þá til NEDC-stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Í öll þessi ár voru fósturvísarnir geymdir í fljótandi köfnunarefni í mínus 128 gráðu hita. 

Móðir tvíburanna, Lydia Ann Ridgeway, er því, að einhverju leiti, einungis fimm árum eldri en synir sínir en hún er sjálf 35 ára gömul. Í viðtali við CNN segir hún að það sé mjög skrítið að hugsa til þess. 

Um er að ræða elstu heppnuðu meðgöngu með aðstoð fósturvísa í sögunni. Áður átti Molly Gibson metið en hún eignaðist barn með 27 ára gömlum fósturvísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×