Portúgal vann 3-2 sigur á Gana á fimmtudaginn var. Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ganverjar voru allt annað en sáttir með ákvörðun dómarans og sagði Otto Addo, þjálfari Gana, vildi meina að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.
„Dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem var ekki vítaspyrna, það sáu það allir. Af hverju? Af því þetta er Ronaldo eða?“
Sunday Oliseh, meðlimur TSG nefndarinnar sem greinir alla leiki mótsins, segir að framherjar „séu að verða klókari.“
„Fólk getur sagt hvað sem það vill um Ronaldo en hann er mjög klókur, hvernig hann bíður í sekúndu, snertir boltann og fær svo snertingu frá varnarmanninum. Það er snilligáfa. Hrósum sóknarmönnunum en VAR [myndbandstæknin] er einnig stór ástæða þess að fleiri vítaspyrnur eru dæmdar. Dómarar geta horft á atvikið þrisvar eða fjórum sinnum áður en þeir dæma,“ sagði Oliseh um málið.
Went to a Fifa briefing in Doha this morning.
— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) November 26, 2022
Technical study group member @SundayOOliseh (legend) called Cristiano Ronaldo a "total genius" for the way he won the penalty for #Por v #Gha.
Full story: https://t.co/htGqW9yzBU #bbcfootball pic.twitter.com/Esyy7K5NLa
Því til sönnunar má benda á fjölda vítaspyrna sem hefur verið dæmdur á HM til þessa. Alls hafa 9 vítaspyrnur verið dæmdar í 20 leikjum og stefnir því í að metið frá 2018 verði slegið en þá voru dæmdar samtals 20 vítaspyrnur í 64 leikjum.