Bein útsending: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 21:00 Tölvuteiknuð mynd af B-21 Raider huldusprengjuvélinni. AP/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna ætlar að opinbera nýja kynslóð huldusprengjuvéla í næstu viku en þær eru meðal annars hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Sprengjuvélarnar kallast B-21 Raider og eiga að leysa hinar víðþekktu vélar B-2 Spirit af hólmi. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár en burðir hennar og hönnun eru að nánast öllu leyti ríkisleyndarmál, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í nótt stendur þó til að sýna almenningi í fyrsta sinn hvernig sprengjuvélarnar munu líta út. Þessar nýju huldusprengjuvélar eru liður í áætlun Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem snýr að nýtímavæðingu þess hluta herafla Bandaríkjanna sem kemur að kjarnorkuvopnum ríkisins. Samkvæmt þeirri áætlun er einnig verið að gera breytingar á langdrægum eldflaugum Bandaríkjanna sem geta borið kjarnorkuvopn og kjarnorkukafbátum. Áhugasamir geta horft á afhjúpun sprengjuvélarinnar í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan eitt í nótt. Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi „Við þurfum nýja sprengjuvél fyrir 21. öldina sem gerir okkur kleift að takast á við flóknari ógnir, eins og þær ógnanir sem við óttumst að við gætum staðið frammi fyrir frá Kína og Rússlandi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Deborah Lee James, þáverandi yfirmanni flughers Bandaríkjanna, frá árinu 2015 þegar þróun B-21 Raider var opinberuð. Einn af yfirmönnum Northrop Grumman Corp., fyrirtækisins sem hannaði sprengjuvélinna, sagði að þó hún myndi líkjast hinni gömlu B-2, þá yrði Raider allt önnur vél. Hún yrði mun tæknivæddari en þær gömlu. Það er yrði þar að auki enn erfiðara að greina þær á ratsjám og þær yrðu búnar rafeindabúnaði sem gæti gert áhöfnum þeirra kleift að þykjast vera á annars konar flugvél og þannig gabba stjórnendur loftvarnarkerfa. Verið er að smíða sex sprengjuvélar en til stendur að smíða allt að hundrað. Flugvélarnar eru hannaðar þannig að hægt verður að fljúga þeim úr fjarska eins og dróna. Til stendur að fljúga fyrstu vélinni á næsta ári. AP segir ekki liggja fyrir hvað hver sprengjuvél mun kosta en á árum áður hafi forsvarsmenn flughersins gert ráð fyrir því að hver vél gæti kostað um 550 milljónir dala. Það var árið 2010 en í dag myndi vélin kosta um 753 milljónir dala. Lauslega reiknað samsvarar það rúmum hundrað milljörðum króna. Flugherinn smíðaði eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél en upprunalega stóð til að smíða hundrað.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira