Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo.
„Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins.
Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM.
„Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“
Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins.
Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022
Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6
Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi.