Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 14:00 Fernando Santos og Cristiano Ronaldo þegar sá síðarnefndi var tekinn af velli gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni. Jean Catuffe/Getty Images Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira