Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 11:25 Bandaríkjamenn hafa ákært nokkra meðlimi kínverska tölvuþrjótahópsins APT41 á undanförnum árum. Getty/EPA Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira