Messi lét Van Gaal heyra það og segir Maradona fylgjast með frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 09:30 Maradona og Messi. Sky Sports Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal. Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Holland kom á dramatískan hátt til baka eftir að lenda 2-0 undir en máttu síns lítið í vítaspyrnukeppninni þar sem Martinez lokaði einfaldlega markinu. Messi stráði salti í sár Hollendinga að leik loknum á meðan markvörðurinn lét dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz, heyra það. Bæði lið, sem og hlutlausir áhorfendur, voru ósátt með Lahozen hann átti ekki sinn besta leik. „Van Gaal segir að Holland spili fallegan fótbolta en það sem hann gerði var að setja inn á hávaxna leikmenn og dæla löngum boltum,“ sagði Messi er hann sneri hnífnum í sárinu eftir leik. „Ég vil ekki tala um dómarann því við megum ekki vera hreinskilnir. Ef þú tjáir þig geta þeir sektað þig eða sett þig í leikbann. FIFA verður að hugsa um þetta, þeir geta ekki sett dómara á leiki sem eru ekki starfi sínu hæfir,“ bætti Messi við. Messi telur að andi Diego Maradona, eins besta knattspyrnumanns fyrr og síðar, sé með Argentínu á mótinu. „Diego horfir á okkur frá himnum Hann styður við bakið á okkur og ég vona að það verði þannig þangað til mótinu lýkur.“ Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum en Króatía lagði Brasilíu einkar óvænt í gær, föstudag. Sá leikur fór einnig í vítaspyrnukeppni. „Argentína er meðal fjögurra bestu liða í heimi því við spilum hvern leik af sömu ástríðu og ákefð. Gleðin er mikil, hamingjan er mikil. Við þurftum ekki að fara í framlengingu né vítaspyrnukeppni, við þurftum að þjást. En við fórum áfram og það er afrek.“ Lionel Messi sendi skýr skilaboð með fagni sínu.Sky Sports „Dómarinn var gagnslaus“ Martinez var hetjan í vítaspyrnukeppninni en hann var mjög svo ósáttur með Lahoz dómara og sagði öllum sem vildu heyra það eftir leik. Virðist sem magn gulra spjalda hafi farið í taugarnar á Martinez en það fór alls 15 sinnum á loft, þar af fékk Argentína níu. „Mér fannst við stýra leiknum vel, komumst 2-0 yfir og þá fór dómarinn að dæma með þeim. Það var engin ástæða fyrir tíu mínútna uppbótartíma. Hann vildi bara að þeir myndu skora svo vonandi fáum við þennan dómara ekki aftur, hann var gagnslaus.“ „Ég heyrði Van Gaal segja að Holland hefði yfirhöndina ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni, þá myndu þeir fara áfram. Ég held að hann þurfi að halda kjafti,“ sagði Martinez að endingu. Emi Martinez hafði sitt að segja um dómarann og Van Gaal eftir leik.Sky Sports
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira