Southgate þarf tíma til að ákveða framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 11:30 Southgate þarf tíma til að hugsa sig um. Marc Atkins/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist þurfa tíma til að ákveða framtíð sína en lið hans datt út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira