Konan sem neitar að vera forsetafrú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. desember 2022 15:01 Gabriel Boric, forseti Chile og sambýliskona hans, Irina Karamanos við embættistöku Boric þ. 11. mars sl. Getty/Marcelo Hernandez Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera. Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda. Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira
Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda.
Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45