Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. desember 2022 16:18 Þuríður Harpa segir alla sem hafi talað fyrir eingreiðslunni eiga hrós skilið. Stöð 2/Sigurjón Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum og verður nú sent til ríkisstjórnar sem lög frá þinginu. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum.Alþingi Fyrir atkvæðagreiðsluna var kallað eftir því að eingreiðslan yrði lögfest til þess að þau sem ættu rétt á greiðslunni þyrftu ekki að bíða milli vonar og ótta fyrir jól ár hvert. Greiðslan var samþykkt fjær jólum þetta árið eða tíu dögum fyrir jól. Í fyrra var eingreiðslan samþykkt á Alþingi þann 20. desember og barst hún til fólks á Þorláksmessu. Eiga hrós skilið Í samtali við fréttastofu segist Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins vera hamingjusöm með ákvörðunina. Ákvörðunin Alþingis eigi vissulega eftir að fara í gegnum ákveðið ferli en um leið og því sé lokið sé hægt að greiða upphæðina út. „Ég veit að Tryggingastofnun er búin að vera að undirbúa þetta. Það tekur svona tvo til þrjá daga að koma þessu frá og þau eru bara tilbúin þannig að ég held að þetta komi vel fyrir jól,“ segir Þuríður. Hún segir greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja, þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá skipti fyrirvarinn í ár miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Að lokum bætir hún við að allir sem talað hafi fyrir eingreiðslunni eigi hrós skilið fyrir að koma henni í gegn. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum og verður nú sent til ríkisstjórnar sem lög frá þinginu. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum.Alþingi Fyrir atkvæðagreiðsluna var kallað eftir því að eingreiðslan yrði lögfest til þess að þau sem ættu rétt á greiðslunni þyrftu ekki að bíða milli vonar og ótta fyrir jól ár hvert. Greiðslan var samþykkt fjær jólum þetta árið eða tíu dögum fyrir jól. Í fyrra var eingreiðslan samþykkt á Alþingi þann 20. desember og barst hún til fólks á Þorláksmessu. Eiga hrós skilið Í samtali við fréttastofu segist Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins vera hamingjusöm með ákvörðunina. Ákvörðunin Alþingis eigi vissulega eftir að fara í gegnum ákveðið ferli en um leið og því sé lokið sé hægt að greiða upphæðina út. „Ég veit að Tryggingastofnun er búin að vera að undirbúa þetta. Það tekur svona tvo til þrjá daga að koma þessu frá og þau eru bara tilbúin þannig að ég held að þetta komi vel fyrir jól,“ segir Þuríður. Hún segir greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja, þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá skipti fyrirvarinn í ár miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Að lokum bætir hún við að allir sem talað hafi fyrir eingreiðslunni eigi hrós skilið fyrir að koma henni í gegn.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04