Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 19:01 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. David Davies/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira