Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 06:00 Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli. Vegagerðin Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18