Ísak Bergmann um eigið hugarfar: „Ég hugsa hraðar en ég hleyp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevilla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, segist til í að gera allt til að vinna. Þá telur hann sig spila betur gegn góðum liðum en á slökum völlum „upp í sveit í Danmörku.“ Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira