Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. janúar 2023 14:30 Getty Images Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim. Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim.
Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira