„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 18. janúar 2023 21:30 Lið Rúnars Inga hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Vísir/Bára Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð. Rúnar var fyrst spurður, í viðtali við fréttamann Vísis, hvað að hans mati hefði helst farið úrskeiðis í leik liðsins. „Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega. Við viljum hafa það öfugt. Við búum okkur til rosalega flott færi í byrjun. Færin sem við vissum að myndu opnast. Isabella fær tvö galopin lay-up og nær ekki að klára. Við erum að fá galopið þriggja stiga skot sem við æfum á hverri einustu æfingu. Það glamrar innan hringsins og poppar upp úr. Þegar það er þannig þarftu að leggja ennþá meira á þig varnarlega og ná í eitt stopp í einu. Út af því að boltinn fer ofan í á endanum. Við erum svekkja okkur á því og þannig minnkar orkan varnarlega. Fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar erum við ekki að berjast við þær eins og við ætluðum að gera.“ Rúnar tók að hluta til undir það að segja mætti að afturför hefði orðið í leik Njarðvíkurliðsins frá því í upphafi tímabilsins í ljósi þess að það hefði nú tapað fjórum leikjum í röð, í Subway-deildinni. „Að vissu leyti já. En heilt yfir erum við líka orðnar betri í mörgu sem við erum að gera. Það er kannski takturinn við erum sem dæmi mjög heppnar í fyrra, engin meiðsli, við erum með sömu róteringuna í einhverja fjörtíu leiki. Núna þurfum við mikið að breyta til. Láta leikmenn skipta um stöður. Þú þarft að hlaupa leikstjórnanda í tvo til þrjá leiki og svo ertu allt í einu kominn á kantinn.“ Rúnar sagði að Njarðvíkurliðið væri að leitast við að komast inn í ákveðinn þægindaramma í sínum leik. Í leiknum í kvöld hefði það náðst á kafla í seinni hálfleik. „Við vorum að finna það sem var að virka og reyndum að mjólka það svolítið en oft á tíðum erum við kannski að ofhugsa hlutina. Við erum kannski með einfaldan möguleika beint fyrir framan okkur en þá ætlum við að vera ótrúlega sniðugar og finna eitthvað sem er eiginlega ekki opið en okkur langar að sé opið. Út af því að það er kannski flottara en þetta einfalda. Það er eitthvað sem við lærum af. Ég er með leikmannahóp inn í klefa sem er brjálaður yfir því að hafa ekki byrjað fyrr og þær vita upp á sig sökina. Þær stjórna þessu orku-leveli inn á vellinum og hvernig við eigum ekki að láta þetta hafa áhrif. Það er auðvelt fyrir mig að segja að maður eigi ekki að svekkja sig ef boltinn virðist ekki vilja fara ofan í. En þetta er andlegi styrkurinn sem við þurfum að vinna í og þegar við náum því þá hef ég trú á því að við séum eitt af bestu liðunum á landinu. Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hvort sem við töpum í kvöld eða ekki.“ Aðspurður um hvort það væru einhverir ákveðnir þættir í leik liðsins sem hann vildi sérstaklega bæta lagði Rúnar áherslu á getu liðsins til að bregðast betur við mótlæti í heilan leik. „Við erum með fullt af hæfileikaríkum leikmönnum en til að fá það fram á gólfinu þurfum við að vera með hausinn á réttum stað. Að vera ekki að svekkja sig á hlutum sem við höfum enga stjórn á. Það er að stjórna okkur allt of mikið og það er það sem við þurfum að laga.“ Hann tók undir að mikilvægt væri að fá framlag frá fleiri leikmönnum en aðeins tveir leikmenn Njarðvíkur skoruðu tíu stig eða meira í leiknum en fimm leikmenn Grindavíkur náðu því. Rúnar sagði að hluti af því væri þó að leikmenn þyrftu að velja einfaldari kosti og senda á samherja í opnum færum en velja ekki of flókin skot þess í stað. „Við fundum opnanirnar í seinni hálfleik en það vantar upp á gæði sendinga. Það er einmitt það sem við erum að vinna mikið í og við höldum því áfram,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 67-73 | Gestirnir komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Grindavík vann góðan sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Sigurinn þýðir að eins munar nú tveimur stigum og einum sigri á stöðu liðanna í deildinni og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 18. janúar 2023 19:55 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Sjá meira
Rúnar var fyrst spurður, í viðtali við fréttamann Vísis, hvað að hans mati hefði helst farið úrskeiðis í leik liðsins. „Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega. Við viljum hafa það öfugt. Við búum okkur til rosalega flott færi í byrjun. Færin sem við vissum að myndu opnast. Isabella fær tvö galopin lay-up og nær ekki að klára. Við erum að fá galopið þriggja stiga skot sem við æfum á hverri einustu æfingu. Það glamrar innan hringsins og poppar upp úr. Þegar það er þannig þarftu að leggja ennþá meira á þig varnarlega og ná í eitt stopp í einu. Út af því að boltinn fer ofan í á endanum. Við erum svekkja okkur á því og þannig minnkar orkan varnarlega. Fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar erum við ekki að berjast við þær eins og við ætluðum að gera.“ Rúnar tók að hluta til undir það að segja mætti að afturför hefði orðið í leik Njarðvíkurliðsins frá því í upphafi tímabilsins í ljósi þess að það hefði nú tapað fjórum leikjum í röð, í Subway-deildinni. „Að vissu leyti já. En heilt yfir erum við líka orðnar betri í mörgu sem við erum að gera. Það er kannski takturinn við erum sem dæmi mjög heppnar í fyrra, engin meiðsli, við erum með sömu róteringuna í einhverja fjörtíu leiki. Núna þurfum við mikið að breyta til. Láta leikmenn skipta um stöður. Þú þarft að hlaupa leikstjórnanda í tvo til þrjá leiki og svo ertu allt í einu kominn á kantinn.“ Rúnar sagði að Njarðvíkurliðið væri að leitast við að komast inn í ákveðinn þægindaramma í sínum leik. Í leiknum í kvöld hefði það náðst á kafla í seinni hálfleik. „Við vorum að finna það sem var að virka og reyndum að mjólka það svolítið en oft á tíðum erum við kannski að ofhugsa hlutina. Við erum kannski með einfaldan möguleika beint fyrir framan okkur en þá ætlum við að vera ótrúlega sniðugar og finna eitthvað sem er eiginlega ekki opið en okkur langar að sé opið. Út af því að það er kannski flottara en þetta einfalda. Það er eitthvað sem við lærum af. Ég er með leikmannahóp inn í klefa sem er brjálaður yfir því að hafa ekki byrjað fyrr og þær vita upp á sig sökina. Þær stjórna þessu orku-leveli inn á vellinum og hvernig við eigum ekki að láta þetta hafa áhrif. Það er auðvelt fyrir mig að segja að maður eigi ekki að svekkja sig ef boltinn virðist ekki vilja fara ofan í. En þetta er andlegi styrkurinn sem við þurfum að vinna í og þegar við náum því þá hef ég trú á því að við séum eitt af bestu liðunum á landinu. Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hvort sem við töpum í kvöld eða ekki.“ Aðspurður um hvort það væru einhverir ákveðnir þættir í leik liðsins sem hann vildi sérstaklega bæta lagði Rúnar áherslu á getu liðsins til að bregðast betur við mótlæti í heilan leik. „Við erum með fullt af hæfileikaríkum leikmönnum en til að fá það fram á gólfinu þurfum við að vera með hausinn á réttum stað. Að vera ekki að svekkja sig á hlutum sem við höfum enga stjórn á. Það er að stjórna okkur allt of mikið og það er það sem við þurfum að laga.“ Hann tók undir að mikilvægt væri að fá framlag frá fleiri leikmönnum en aðeins tveir leikmenn Njarðvíkur skoruðu tíu stig eða meira í leiknum en fimm leikmenn Grindavíkur náðu því. Rúnar sagði að hluti af því væri þó að leikmenn þyrftu að velja einfaldari kosti og senda á samherja í opnum færum en velja ekki of flókin skot þess í stað. „Við fundum opnanirnar í seinni hálfleik en það vantar upp á gæði sendinga. Það er einmitt það sem við erum að vinna mikið í og við höldum því áfram,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 67-73 | Gestirnir komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Grindavík vann góðan sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Sigurinn þýðir að eins munar nú tveimur stigum og einum sigri á stöðu liðanna í deildinni og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 18. janúar 2023 19:55 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 67-73 | Gestirnir komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni Grindavík vann góðan sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Sigurinn þýðir að eins munar nú tveimur stigum og einum sigri á stöðu liðanna í deildinni og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 18. janúar 2023 19:55