Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 09:03 Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Búrkína Fasó, á mótmælum gegn Frakklandi og veru franskra hermanna í landinu. AP/Kilaye Bationo Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest. Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest.
Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira