Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Björn J. Gunnarsson er á meðal þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi og komu heim í dag. Hluti íslenska hópsins er enn úti. Vísir/Arnar Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira