Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2023 14:57 Skjáskot Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. Ward sat þá í bíl móður sinnar fyrir utan skóla og voru þau að bíða eftir yngri bróður hans. Fjölskylda Wards hefur höfðað mál gegn lögreglunni í Pueblosýslu í Colorado en atvikið var fangað á vestismyndavél annars lögregluþjónsins. Það myndband hefur verið birt af Denver Post. Fjölskyldan lagði fram kæru gegn lögreglunni á þriðjudaginn, ári eftir að Ward var skotinn til bana. Kæran beinist að sýslunni og nokkrum lögregluþjónum en fjölskyldan sakar þá um ofbeitingu valds og ólögmæta handtöku þegar þeir handtóku móður Wards. Fjölskyldan sakar yfirmenn lögreglunnar um að hafa ekki agað Charles McWhorter, lögregluþjóninn sem banaði Ward. „Þetta var ekkert annað en ríkisstyrkt morð á borgara sem hefði ekki einu sinni átt að vera handtekinn, hvað þá skotinn í dagsljósi,“ sagði Darold Kilmer, lögmaður fjölskyldunnar í yfirlýsingu, samkvæmt frétt Washington Post. Settist í rangan bíl Eins og áður segir sat Ward í bíl með móður sinni og kærasta hennar fyrir utan skóla yngri bróður hans og voru þau að bíða eftir þeim síðastnefnda. Ward fór úr bílnum og gekk um svæðið en á leiðinni til baka ruglaðist hann og settist upp í annan bíl sem var eins á litinn. Í lögsókn fjölskyldunnar segir að Ward hafi fljótt áttað sig á mistökunum, beðist afsökunar og farið úr bílnum. Lögreglunni barst þó í kjölfarið tilkynning um mann sem væri að haga sér með óeðlilegum hætti. McWorther og annar lögregluþjónn fóru á vettvang og ræddu við Ward. Á einum tímapunkti setti McWorther höndin á hönd Ward, sem bað lögregluþjóninn strax um að sleppa sér. „Af hverju hagar þú þér svona?“ spurði McWorther. Ward svaraði um hæl að hann yrði stressaður í kringum lögregluþjóna og gaf í skyn að hann hefði verið beittur ofbeldi af lögregluþjónum. „Við erum ekki þannig,“ sagði McWorther. Reiddist vegna pillu Spurður út í hinn bílinn sem Ward hafði sest í, dagðist hann hafa gert mistök og að hann hefði beðið ökumann bílsins afsökunar. Þá bað McWorther Ward um skilríki og spurði hvort hann væri með vopn. „Ég held ekki. Ég var með vasahníf,“ sagði Ward og tók upp pillu sem hann setti upp í sig. Fjölskylda Wards segir þetta hafa verið lyf við kvíða. McWorther brást reiður við og spurði hvað hann hefði sett upp í sig í sama mund og hann dró Ward út úr bílnum. Ward svaraði og sagðist hafa sett pillu upp í sig áður en þeir tókust á í jörðinni í stutta stund. McWorhter skaut Ward þrisvar sinnum í brjóstið í miklu návígi. Í lögsókn fjölskyldunnar segir að Ward hafi ekkert gert af sér og að lögregluþjónarnir tveir hafi við hvert tækifæri stigmagnað ástandið er þeir voru að ræða við Ward. Reyndu ekki að hlúa að honum Eins og fram kemur í frétt Denver Post gerir myndbandið ljóst að lögregluþjónarnir reyndu ekki að hlúa að Ward eftir að hann var skotinn. Myndbandið sýnir einnig að McWorther gaf Ward enga skipun áður en hann dró hann út úr bílnum og varaði ekki við því að hann myndi beita skotvopni sínu er þeir tókust á. Saksóknarar ákváðu að ákæra ekki McWorther eða hinn lögregluþjóninn því þeir hafi haft tilefni til að óttast um líf þeirra. McWorther sagði við yfirheyrslur að Ward hefði gripið í belti sitt og að hann hafi óttast að Ward myndi taka byssuna af honum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. 12. október 2022 13:46 Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15. september 2022 09:39 Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. 19. ágúst 2022 09:10 Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. 13. júlí 2022 11:03 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Ward sat þá í bíl móður sinnar fyrir utan skóla og voru þau að bíða eftir yngri bróður hans. Fjölskylda Wards hefur höfðað mál gegn lögreglunni í Pueblosýslu í Colorado en atvikið var fangað á vestismyndavél annars lögregluþjónsins. Það myndband hefur verið birt af Denver Post. Fjölskyldan lagði fram kæru gegn lögreglunni á þriðjudaginn, ári eftir að Ward var skotinn til bana. Kæran beinist að sýslunni og nokkrum lögregluþjónum en fjölskyldan sakar þá um ofbeitingu valds og ólögmæta handtöku þegar þeir handtóku móður Wards. Fjölskyldan sakar yfirmenn lögreglunnar um að hafa ekki agað Charles McWhorter, lögregluþjóninn sem banaði Ward. „Þetta var ekkert annað en ríkisstyrkt morð á borgara sem hefði ekki einu sinni átt að vera handtekinn, hvað þá skotinn í dagsljósi,“ sagði Darold Kilmer, lögmaður fjölskyldunnar í yfirlýsingu, samkvæmt frétt Washington Post. Settist í rangan bíl Eins og áður segir sat Ward í bíl með móður sinni og kærasta hennar fyrir utan skóla yngri bróður hans og voru þau að bíða eftir þeim síðastnefnda. Ward fór úr bílnum og gekk um svæðið en á leiðinni til baka ruglaðist hann og settist upp í annan bíl sem var eins á litinn. Í lögsókn fjölskyldunnar segir að Ward hafi fljótt áttað sig á mistökunum, beðist afsökunar og farið úr bílnum. Lögreglunni barst þó í kjölfarið tilkynning um mann sem væri að haga sér með óeðlilegum hætti. McWorther og annar lögregluþjónn fóru á vettvang og ræddu við Ward. Á einum tímapunkti setti McWorther höndin á hönd Ward, sem bað lögregluþjóninn strax um að sleppa sér. „Af hverju hagar þú þér svona?“ spurði McWorther. Ward svaraði um hæl að hann yrði stressaður í kringum lögregluþjóna og gaf í skyn að hann hefði verið beittur ofbeldi af lögregluþjónum. „Við erum ekki þannig,“ sagði McWorther. Reiddist vegna pillu Spurður út í hinn bílinn sem Ward hafði sest í, dagðist hann hafa gert mistök og að hann hefði beðið ökumann bílsins afsökunar. Þá bað McWorther Ward um skilríki og spurði hvort hann væri með vopn. „Ég held ekki. Ég var með vasahníf,“ sagði Ward og tók upp pillu sem hann setti upp í sig. Fjölskylda Wards segir þetta hafa verið lyf við kvíða. McWorther brást reiður við og spurði hvað hann hefði sett upp í sig í sama mund og hann dró Ward út úr bílnum. Ward svaraði og sagðist hafa sett pillu upp í sig áður en þeir tókust á í jörðinni í stutta stund. McWorhter skaut Ward þrisvar sinnum í brjóstið í miklu návígi. Í lögsókn fjölskyldunnar segir að Ward hafi ekkert gert af sér og að lögregluþjónarnir tveir hafi við hvert tækifæri stigmagnað ástandið er þeir voru að ræða við Ward. Reyndu ekki að hlúa að honum Eins og fram kemur í frétt Denver Post gerir myndbandið ljóst að lögregluþjónarnir reyndu ekki að hlúa að Ward eftir að hann var skotinn. Myndbandið sýnir einnig að McWorther gaf Ward enga skipun áður en hann dró hann út úr bílnum og varaði ekki við því að hann myndi beita skotvopni sínu er þeir tókust á. Saksóknarar ákváðu að ákæra ekki McWorther eða hinn lögregluþjóninn því þeir hafi haft tilefni til að óttast um líf þeirra. McWorther sagði við yfirheyrslur að Ward hefði gripið í belti sitt og að hann hafi óttast að Ward myndi taka byssuna af honum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. 12. október 2022 13:46 Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15. september 2022 09:39 Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. 19. ágúst 2022 09:10 Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. 13. júlí 2022 11:03 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. 12. október 2022 13:46
Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15. september 2022 09:39
Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. 19. ágúst 2022 09:10
Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. 13. júlí 2022 11:03
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent