Bannað að leigja ferðamönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2023 16:30 Graca-hverfið í Lissabon. Útleiga íbúða til ferðamanna hefur lamað miðborgarkjarna margra stórborga á Íberíuskaganum og nú hafa stjórnvöld margra borga blásið til gagnsóknar til að laða innfædda inn í borgirnar á ný. Jorge Mantilla/Getty Images Fasteignaverð í Portúgal er í hæstu hæðum og láglaunafólk hefur ekki lengur ráð á þaki yfir höfuðið. Meirihlutastjórn sósíalista hefur kynnt róttækar aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Auðar íbúðir verða teknar traustataki, leiguþak verður sett á og bannað verður að leigja húsnæði út til ferðamanna. Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði. Portúgal Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði.
Portúgal Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira