Fótbolti

Hakimi sætir rannsókn eftir ásakanir um nauðgun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Achraf Hakimi er sakaður um að hafa nauðgað konu á heimili sínu.
Achraf Hakimi er sakaður um að hafa nauðgað konu á heimili sínu. Jean Catuffe/Getty Images

Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, sætir rannsókn eftir að hafa verið sakaður um nauðgun.

Hinn 24 ára gamli Hakimi var sakaður um að hafa nauðgað konu á heimili sínu um liðna helgi á meðan kona hans og börn voru í fríi í Dúbaí. Hakimi á að hafa boðið konunni heim til sín og meira að segja borgað fyrir Uber-leigubíl fyrir hana. Þegar inn var komið á Hakimi að hafa kysst konuna, afklætt hana og sofið hjá henni án hennar samþykkis.

Hakimi hefur þó neitað sök og lögfræðingur leikmannsins, Fanny Colin, segir hann vera fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar.

Colin bætti við að Hakimi neiti staðfastlega öllum ásökunum á hendur sér og hann taki rannsókninni fagnandi þar sem hún gefi honum loks tækifæri til að verja sig.

PSG sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið segist standa þétt við bakið á leikmanninum sem hafi neitað öllum ásökunum og að félagið beri traust til réttarkerfisins. Þá vildi Christophe Galtier, þjálfari liðsins, ekki tjá sig um málið á blaðamannafundi í dag.


Tengdar fréttir

Hakimi hafnar ásökunum um nauðgun

Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, hefur vísað á bug ásökunum um nauðgun. Hann er sagður sæta lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×