Innlent

Sér­sveit leitar manns í Laugar­dal sem grunaður er um líkams­á­rás

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sérsveitin leitar nú að manni í Laugardal. Myndin er úr safni.
Sérsveitin leitar nú að manni í Laugardal. Myndin er úr safni. Vísir

Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú manns sem grunaður er um að hafa ráðist á annan í Laugardal fyrir stundu.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé slasaður og hafi verið fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Ekki er vitað hvort um alvarleg meiðsl sé að ræða.

Mikill fjöldi lögreglumanna auk sérsveitar leitar nú mannsins í Laugardal en árásin átti sér stað við Glæsibæ.

Jóhann Karl sagði að lögregla hefði upplýsingar um hvaða mann væri að ræða sem leitað er að.

Aðspurður um hvort vopnum hafi verið beitt eða hvort grunur leiki á að maðurinn sem leitað er að sé vopnaður sagðist Jóhann Karl ekki hafa upplýsingar um það. 

Uppfært klukkan 16:45: 

Maðurinn sem leitað er að er ófundinn og umfangsmikil leit stendur enn yfir. Jóhann Karl heldur að áverkar mannsins sem varð fyrir árásinni séu ekki alvarlegir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×